Akaskalúpína

Alaskalúpína er stórvaxin innflutt jurt af ertublómaætt, sem hefur verið gróðursett víða á Íslandi. Lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt, og getur grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma, en getur að sama skapi verið mjög aðgangshörð á grónu landi.

Blóm lúpínunnar eru mörg saman í 20-30 sm löngum klasa og er hún auðþekkt á þeim. Krónan er 5-deild, óregluleg, að mestu blá eða fjólublá. Lúpínan myndar oft stórar breiður og er þá landið blátt yfir að líta meðan hún er í blóma.

Lúpína vex víða á Heimaey og hefur útbreiðsla hennar aukist talsvert síðustu ár.

Go back