Lokasjóður

Lokasjóður er meðalstór jurt af grímublómaætt, algengur á láglendi um land allt.  Hann vex í graslendi, flögum og mólendi. Ekki er óalgengt að lokasjóður finnist upp í 600 m hæð yfir sjávarmáli.

Aldinið er í lögun eins og peningur og bikarinn utan um það er sérkennilega flatur og kringlóttur. Lokasjóðurinn er því stundum kallaður peningagras. Blóm lokasjóðs standa í efri blaðöxlunum. Krónan er samblaða, með gulum hjálmi, oft með fjólubláum bletti að framan. Blómgast síðla júlí.

Lokasjóður er algengur á flestum vel grónum svæðum á Heimaey og finnst einnig í einhverjum úteyjanna.

Go back