Lindadúnurt

Lindadúnurt er af eyrarrósarætt og vex við lindir og uppsprettur, fjallalæki og dýjavætur. Hún er algeng um allt land við slíkar aðstæður frá láglendi upp í 750 m hæð. 

Blóm lindadúnurtar eru rauð og fjórdeild. Blómgast í júlí. Blöðin eru gagnstæð og egglaga. Stöngullinn er strendur, með tveim hárrákum að endilöngu. Langar jarðlægar renglur með gulleitum lágblöðum vaxa út frá stofni jarðstöngulsins. Hún líkist nokkuð heiðadúnurt, en hefur stærri blóm og stærri og dekkri laufblöð en hún.

Lindadúnurt vex nokkuð víða á Heimaey.

Go back