Lambagras

Lambagras er ein af algengustu jurtum landsins.  Það vex á melum, holtum, söndum og þurru graslendi.  Það vex jafnt á láglendi sem hátt til fjalla, víða í 1100-1200 m hæð.

Lambagrasið blómgast fremur snemma á vorin, oftast í maí. Það myndar sérkennilegar, ávalar þúfur með langri og sterkri stólparót niður úr, og er raunar auðþekkt á þeim.

Lambagrasþúfurnar eru alsettar blaðsprotum og blómum um blómgunartímann. Blómin eru um 8-10 mm í þvermál. Krónublöðin eru oftast bleik en stundum hvít.

Lambagras er ekki mjög algeng planta í Vestmannaeyjum en finnst þó í flestum gróðursvæðum eyjarinnar. Hefur það fundist í Surtsey.

Go back