Krossfífill

Krossfífill er einær, innflutt jurt sem hefur slæðst inn í landið með manninum.  Hann er mjög algengur á víða á Suðvestanlands. Hann vex við hús og bæi, en einnig í fjörum. Sést gjarnan á röskuðum svæðum.

Blóm krossfífilsins eru í litlum gulum körfum sem breiða lítið úr sér. Stöngullinn er með fremur fáum hárum, stakstæðum blöðum og fáum blómkörfum efst. 

Hann finnst víða á Heimaey en einkum á röskuðu landi.

Go back