Köldugras

Köldugras er fremur smávaxinn burkni af köldugrasætt með sígræn blöð. Það er nokkuð algengt um vestanvert og sunnanvert landið. Það fylgir nokkuð úthafsloftslaginu. Það vex einkum í sprungum á klettaveggjum, og haldast blöðin græn allan veturinn og fram á vor. Langflestir fundarstaðir köldugrassins eru á láglendi undir 300 m hæð yfir sjó.

Köldugrasið hefur sterklegan, láréttan jarðstöngul, þéttsettan brúnum, oddmjóum hreistrum. Blöðin standa upprétt upp af jarðstönglinum. Blaðkan  er 5-20 sm á lengd, vetrargræn, með 6-17 bleðlum hvorum megin, og einum endableðli. Neðra borð bleðlanna með tveim röðum af gróblettum. Köldugrasið er nokkuð auðþekkt frá öðrum burknum á blaðgerðinni, mjóþrístrendri blöðku með nær heilrendum, óskiptum bleðlum hvorum megin.

Köldugras má víða finna í nýja hrauninu. 

Go back