Kattartunga

Kattartunga vex einkum í klettum, stundum inni í landi, en oftar í sjávarklettum. Hún er algeng allt í kring um landið frá láglendi upp í um 600 m hæð.

Blómin smá og ósjáleg, fjórdeild, í alllöngu axi á stöngulendanum. Blöðin í stofnhvirfingu, striklaga eða ofurlítið rennulaga, þykk, 3-5 mm breið, 10-20 sm löng, oftast stutthærð en stundum hárlaus.

Kattartunga finnst víða á Heimaey og í úteyjum og vex einnig í Surtsey.

Go back