Jakobsfífill

Jakobsfífill er fjölær jurt af körfublómaætt og er algengur um allt land í grasríku mólendi og gilbrekkum frá láglendi upp í 800 m hæð. 

Jakobsfífill hefur ýmist hvítar eða bleikfjólubláar jaðarkrónur. Körfurnar eru umluktar kransi af reifablöðum að utanverðu. Hvirfilblómin eru í miðju körfunnar með mjóum, gulum pípukrónum. Blómgast í júní til júlí. Stöngullinn er loðinn með lensulaga, blöðum.

Jakobsfífill vex á stöku stað á Heimaey en er víðast mjög lávaxinn.

Go back