Hvítsmári

Hvítsmári er af belgjurtaætt og algengur um allt land. Hann vex í valllendi, móum og túnum en einnig upp til fjalla í allt að 550 m hæð.

Smárinn er níturbindandi jurt eins og margar belgjurtir, og skríður út til jaðranna í næringarsnauðum jarðvegi og byrgir hann upp af nítursamböndum. Má oft sjá mikinn grasvöxt inni í smára-hringjunum. Stöngull hvítsmárans er skriðull. Blöðin þrífingruð á löngum stilkum upp af jarðstönglinum. Þau leggjast saman þegar skyggir. Blómin eru hvítleit og sitja í þéttum, nær hnöttóttum kolli (l,5-2,5 sm) efst á uppréttum hliðarstöngli. Krónublöðin falla ekki af við aldinþroska og verður því blómkollurinn smám saman brúnn eftir því sem fræin þroskast.

Hvítsmárinn vex allvíða á Heimaey og er á mörgum svæðum áberandi í umhverfinu.

Go back