Hvítmaðra

Hvítmaðra er mjög algeng jurt um allt land og vex í þurru mólendi og á þurrum grasbölum og bökkum. Hún er algeng á láglendi um allt land, og nær víða upp í 900 m hæð í fjöllum.

Hvítmaðran hefur marggreindar blómskipanir í blaðöxlum efri blaða. Blómin eru hvít eða gulhvít. Krónan er samblaða, með fjórum, útréttum krónublöðum. Blöðin eru 6-8 saman í kransi í hverri hæð á stönglinum, lensulaga og breiðust framan til.

Hvítmaðra vex víða á Heimaey m.a. í gamla hrauninu og Höfðavík. 

Go back