Hrafnaklukka

Hrafnaklukka er allstórvaxin jurt af krossblómaætt.  Hún er algeng um allt land í holtum, móum, deigum jarðvegi og mýrum frá láglendi upp í 700 m hæð.  Hún er einnig algeng um hálendið og allhátt til fjalla

Hrafnaklukkan er fjölær jurt með stuttum og þéttum blómklasa á toppi stöngulsins. Blómin eru allstór, 1-1,5 sm í þvermál, fjórdeild. Krónublöðin eru bleik eða fölfjólublá með dekkri æðum, sjaldnar hvít. Hún blómstrar snemma á vorin.

Hún er nokkuð algeng á Heimaey þar sem jarðvegur er góður.

Go back