Holurt

Holurt er fjölær planta af hjartagrasætt og vex í sendinni jörð og á melum.   Hún er frekar sjaldgæf á vel grónu landi. Á öræfunum er hún algeng upp í 800 m hæð.

Holurtin hefur marga greinótta töngla ofan á gildri og sterkri stólparót. Blómin eru fimmdeild, fá saman eða einstök á stöngulendunum. Krónan er hvít, um 2 sm í þvermál og eru krónublöðin klofin í oddinn. Bikarinn er samblaða, klukkulaga og útbelgdur, bleikfjólublár með dökku æðaneti,

Holurtin er auðþekkt frá öllum öðrum íslenzkum jurtum, meðal annars á hinum sérkennilega, uppblásna bikar Er hún oft nefnd flugublóm vegna þess að oft má finna flugur sem skriðið hafa ofan í bikarinn.

Holurt er mjög algeng á Heimaey og finnst á öllum gróðursvæðum eyjarinnar. Algengt er að sjá hvítingja þar sem bikarinn er ljósgrænn í stað þess að vera bleikfjólublár. Holurtin er einnig algeng í úteyjum og vex í Surtsey.

Go back