Hjónagras

Hjónagras er nokkuð algengt um allt land frá láglendi upp í 500-600 m hæð. Það vex í mólendi, lyng- og grasbrekkum,  helst þar sem rekja er. Það er útbreiddara á norðan- og austanverðu landinu en annars staðar. 

Blóm hjónagrasa eru í þéttum klasa á stöngulendanum. Blómhlífin ljósgræn eða gulgræn, sexblaða, varaskipt. Neðri vörin er mynduð af einu þríflipuðu blaði, en efri vörin af 5 blöðum sem öll eru óskert. Blómin hafa sterka vanilluangan. Stöngullinn hefur 3-5 blöð sem eru stakstæð. Þau efstu eru lensulaga en þau neðri nær því að vera öfugegglaga.

Hjónagras líkist nokkuð Friggjargrasi, sem hefur grófari blómskipan. Þessar tegundir þekkjast þó best í sundur á miðflipa neðri varar blómanna þar sem hjónagras hefur þrískipt blað en Friggjargras óskipt.

Hjónagras vex á stöku stað á Heimaey, algengast þó í hraunkantinum og í Gamla hrauninu.

Go back