Gulmaðra

Gulmaðra er af möðruætt og er algeng um allt land og vex á þurrum stöðum þar sem sólar nýtur.

Blóm gulmöðrunnar standa mörg saman í greindum blómskipunum. Þau ilma mjög. Krónublöðin eru fjögur, gul á lit, krossstæð, oddmjó, samgróin neðst. Hún er eina íslenzka maðran sem ber gul blóm. Blöðin eru striklaga, 6-12 saman í kransi.

Gulmaðra vex mjög víða á Heimaey og er áberandi á mörgum gróðursvæðum eyjarinnar. Einnig finnst hún í einhverjum úteyjanna.

Go back