Gullvöndur

Gullvöndurinn er ein- til tvíær jurt af Maríuvandarætt. Blómin eru oftast allmörg saman í hnapp, rétt ofan við fjögur allstór laufblöð. Krónan er tiltölulega lítil, fölfjólublá í efri enda, oft grænhvít neðan til. Krónublöðin eru ýmist fjögur eða fimm. Blómgast í júní til júlí.

Gullvöndur er algengur um allt land og vex á graslendi og grónum melum. Algengt er að finna hann frá láglendi upp í 600 m hæð.

Á Heimaey vex gullvöndur m.a. í Stórhöfða.

Go back