Grávorblóm

Grávorblóm er af krossblómaætt og er algengt á láglendi um allt land en er lítið inni á Miðhálendinu eða til fjalla, sjaldan ofan við 600 metra.

Kjörlendi grávorblóms er þurrt vallendi, brekkur og melar. Algeng planta á láglendi um allt land. Grávorblóm þekkist helst á þéttblöðóttum stöngli og blaðfæti.

Grávorblómið er fjölær jurt með uppréttan stöngul og fjórdeild hvít blóm sem eru mörg saman í stuttum klasa á stöngulendanum. Blómgast í maí til júní. Stöngullinn er kafloðinn, venjulega þétt settur loðnum, gróftenntum laufblöðum. Stofnblöðin í þéttri og reglulegri hvirfingu neðst, heldur mjórri en stöngulblöðin.

Grávorblóm má finna víða á Heimaey og finnst einnig í úteyjum.

Go back