Grasvíðir

Grasvíðir er lávaxinn og jarðlægur runni af víðisætt. Hann vex í móum og holtum um allt land. Hann er oft kallaður smjörlauf.

Greinar grasvíðis skríða í mold eða mosa með greinarendana eina ofanjarðar. Blómin einkynja í stuttum reklum á endum árssprota. Sérbýli, þ.e.a.s. ýmist um karl- eða kvenplöntur að ræða. Blómgast í maí til júní. Blöðin eru lítil og nær kringlótt. Aldin eru rauðbrún eða hárauð, gljáandi hýði. Fræin eru með löngum, hvítum svifhárum.

Grasvíði er helst að finna á Heimaey í gamla hrauninu.

Go back