Gleym mér ey

Gleym-mér-ei er miðlungs stór, einær jurt af munablómaætt. Hún er algeng á láglendi en fer lítið upp til fjalla, aðeins á örfáum stöðum ofan 500 m. Gleym-mér-eiin hefur krókhár á bikarblöðunum, og festist því auðveldlega við bæði föt og eins ull á kindum, og dreifist líklega nokkuð með þeim.

Gleym-mér-ey er margblóma með smáum krónum. Krónublöðin eru heiðblá, en gul eða hvítleit innst. Blöðin eru stakstæð og lensulaga, alsett hvítum hárum eins og stöngullinn.

Gleym-mér-ey vex víða á Heimaey sérstaklega á grösugum svæðum og ýmiss konar blómlendi. Finnst í Surtsey.

Go back