Geldingahnappur

Geldingahnappur er af gullintoppuætt og er hann mjög algengur um allt land.  Hann vex einkum á melum, söndum og þurru mólendi, mjög mikið inni á auðnum hálendisins, fágætari þar sem land er vel gróið.  Hann finnst víða upp í 1000 til 1100 m hæð í fjöllunum. Eins er hann algengur við sjó.

Blóm geldingahnappsins standa þétt saman í hnöttóttum kolli. Krónublöðin eru  bleik. Stöngullinn er blaðlaus, stutthærður. Blómgast í júní. Blöðin eru striklaga, öll í stofnhvirfingum sem standa þétt saman og mynda stundum þúfu.

Geldingahnapp má finna allvíðaá Heimaey og á öllum gróðursvæðum eyjarinnar.

Go back