Friggjargras

Friggjargras er af brönugrasaætt og er algengt um allt land á láglendi upp að 500 m.  Það vex í margs konar gróðurlendi en þó helst þar sem er einhver rekja.

Blóm friggjargrassins eru í löngum klasa efst á stöngli. Blómhlífin er ljósgræn eða gulgræn, varaskipt, og mynda þrjú blöð hvelfda efri vör en tvö vísa niður á við til hliðar og eitt óskipt blað vísar beint niður. Blómgast í júlí. Blómin anga lítið á daginn það leggur frá þeim stekan ilm þegar fer að kvölda. Stöngullinn hefur 3-6 blöð sem verða minni og mjórri eftir því sem ofar dregur.

Það líkist nokkuð hjónagrasi sem hefur svipaðan lit á blómum, en auðveldast er að þekkja þessar tegundir á miðflipa neðri varar blómanna sem er þrískiptur á hjónagrasinu en vísar beint niður og er óskiptur í endann á Friggjargrasinu.

Friggjargras finnst aðeins á Íslandi og Grænlandi. Á Heimaey finnst Friggjargras m.a. í Hraunkantinum og Gamla hrauninu.

Go back