Flagahnoðri

Flagahnoðri er af helluhnoðraætt og er algengur í rökum flögum um allt land. Flagahnoðri er af hnoðraætt. Hann vex í rakri leirjörð, flögum og blautum jarðvegi og finnst frá láglendi upp í 900 m hæð.

Flagahnoðrinn hefur bleik krónublöð umhverfis fimm rauðar frævur. Blómin eru fimmdeild, nokkur saman efst á plöntunni. Blómstrar í júní til júlí. Stöngullinn er með stakstæðum, afar þykkum, safaríkum, mjóum blöðum. Þau eru oftast rauðyrjótt að lit.

Flagahnoðri hefur útbreiðslu um allt land og á Heimaey er hann helst að finna í Gamla hrauninu.

Go back