Fjöruarfi

Fjöruarfi er af hjartagrasætt og er dæmigerð strandplanta, með jarðstönglum sem vaxa hratt og skjóta rótum. Hann hefur þykk og safarík laufblöð.  

Blómin eru hvít og sitja einstök eða nokkur saman í skúfum. Blómgast í júní. Aldin fjöruarfans eru hnöttótt, og hefur hann af þeim fengið nafnið berjaarfi. Hann hefur verið mikill brautryðjandi í Surtsey og var einn af fyrstu landnemum þar, og fyrstur til að gera eyna græna.  Myndaði hann þá stórar kringlóttar breiður í sandinum, og er það eini staðurinn á landinu þar sem fjöruarfinn hefur sést í meira en  100 m hæð yfir sjávarmáli.

Á Heimaey vex fjöruarfi í öllum sendnum fjörum s.s. Höfðavík, Brimurð og á Eiðinu.

Go back