Brennisóley

Brennisóley er allstórvaxin, fjölær jurt af sóleyjaætt með uppréttum stönglum. Hún er algeng um allt land frá láglendi upp í 1000 m hæð en vex einkum í graslendi og á túnum. Myndar oft stórar, gular breiður.

Blómin eru fimmdeild, ávöl, fagurgul og gljáandi. Blómgast seint í maí. Þegar gulu krónublöðin falla þroskast aldin og myndast í hverju blómi margar hnetur sem bera krók í toppinn.

Í Vestmannaeyjum vex hún víða.

Go back