Blóðberg

Blóðberg er af varablómaætt, algengt um allt land frá láglendi upp í 900 m hæð. Það vex þar sem sólar nýtur á þurrum melum, mólendi, söndum eða breiðir sig yfir klappir. 

Plantan er lítill, fíngerður og sígrænn runni. Stönglar eru jarðlaægir en greinar uppsveigðar. Krónublöðin eru oftast rauð eða blárauð. Bikarinn er klæddur hárkransi sem lokar síðan blóminu eftir blómgun.

Af blóðbergi leggur sterkan ilm og má nota það til að gera góða lykt í húsum. Það er einnig notað í blóðbergste og er ágætis kryddjurt, enda náskylt Thymian.

Blóðberg vex mjög víða á Heimaey og í einhverjum úteyjanna.

Go back