Blálilja

Blálilja vex í sand- og malarfjörum allt í kringum landið.  Hún vex hvergi langt frá sjó. 

Allmargir greinóttir og jarðlægir stönglar vaxa upp af jarðstöngli. Blöð hennar eru þykk og blágræn að lit, eins og algengt er hjá plöntum sem vaxa við háan saltstyrk. Blómin mynda litlar, fagurbláar bjöllur. Blómgast í júní.

Bláliljan er algeng í sandfjörum á Heimaey. Vex í Surtsey.

Go back