Baunagras

Baunagras er af ertublómaætt og vex einkum í sandi við fjörur eða nálægt sjó. Einstöku sinnum finnst það í klettum.

Blómin á baunagrasinu standa tvö til fjögur saman í legglöngum klasa í blaðöxlunum. Krónublöðin eru fimm, fjólublá, með hliðsveigðum fána sem oft er meira en 1 sm á breidd. Fræin eru geymd í stórum flötum belgjum. Blöðin eru blágræn að lit og kjötkennd.

Baunaagras er algengt á Stórhöfða og í  Höfðavík.

Go back