Aungfró

Augnfró er lítil, einær jurt af grímublómaætt, sem vex í snöggu graslendi eða mólendi. 

Blöðin eru oftar en ekki dökkmóleit eða purpurabrún. Blómin eru mjög falleg þótt smá séu, skreytt fjólubláum línum og gulum bletti niðri í blómgininu. Blómgast í júlí til ágúst.

Augnfróin er algeng um allt land og vex víða á Heimaey. Í Stórhöfða myndar hún sumstaðar stórar gróskumiklar breiður.

Go back