Dagstjarna

Dagstjarna er af hjartagrasaætt. Hún hefur verið ræktuð í görðum, en slæðst frá þeim og vex nú villt allvíða við bæi og meðfram vegum. Hún finnst aðeins á láglendi, hæst skráð í 250 m hæð.

Dagstjarnan hefur einkynja blóm í sérbýli. Blóm hennar eru fimmdeild, nokkur saman í kvíslskúf á stöngulendanum. Krónublöðin eru rauðbleik og tvöfalt lengri en bikarinn. Bikar karlblóma er langbjöllulaga, víkkar jafnt upp, kafloðinn og dumbrauður. Bikar kvenblómanna er uppblásinn og víðari um miðjuna. Blómstrar í júní til ágúst.

Á Heimaey finnst dagstjarna finnst víða í hraunkantinum þar sem jarðvegur er góður. 

Go back