Brönugrös

Brönugrös eru nokkuð algeng á láglendi víða um land, en vantar þó alveg á sumum svæðum. Þau vaxa helst í grasdældum, kjarri og hálfdeigjum.

Blóm brönugrasanna eru afar skrautleg. Þau eru í klasa á enda stöngulsins, purpurarauð, tvísamhverf. Af blómhlífarblöðunum vísa fimm upp en stærsta krónublaðið vísar niður og myndar neðri vör. Hún er með dökkrauðum dröfnum og rákum, þríflipuð að framan, með tveim ávölum, breiðum hliðarsepum, og einum mjóum miðsepa. Blómgast í júní til júlí. Blöð brönugrasa eru stór og lensulaga og eru þau venjulega blettótt.

Á Heimaey eru brönugrös helst að finna í hraunkantinum.

Go back