Baldursbrá

Baldursbrá er stór jurt af körfublómaætt, með mörgum blómkörfum sem eru um 3-5 sm í þvermál. Hvirfilblöðin í miðri körfunni eru gerð af gulum pípukrónum á kúptum botni en jaðarblómin eru hvít. Blómgast í júlí. Blöðin eru fjaðurskipt, með margskiptum smáblöðum

Talið er að Baldursbráin sé innfluttur slæðingur, sem einkum hafi vaxið á öskuhaugum gömlu bæjanna eða í hlaðvarpanum. Líklegast er að hún hafi komið til landsins með landnámsmönnum.  Hún vex einnig oft í sand- eða malarbornum fjörum, og bendir það til að hún dreifist að einhverju leyti með sjónum.

Baldursbrá er mjög algeng á Heimaey og í úteyjunum.

Stökkbreytt afbrigði af Baldursbrá finnst á Heimaey og er kölluð Vestmannaeyjabaldursbrá. Blóm hennar eru yfirkringd.

Í bókinni „Saga Vestmannaeyja“ lýsir Sigfús M. Johnsen plönturíki Eyjanna og  segir þar m.a.  „Ekki má þó gleyma hvönninni, sem fyllir allar hillur, gil og tær í fjöllunum, né burnirótinni, sem vex utan í standbjörgunum, né heldur baldursbránni, sem litar sumar úteyjarnar alhvítar á hásumri."

Go back