Vörumerki Sæheima

Vörumerki Sæheima var hannað af Eyjapeyjanum Sæþór Vídó. Merkið var hannað útfrá hugmynd starfsmanna Sæheima en það sýnir tvo steinbíta hringa sig utan um hrognamassa. Hugmyndin byggir á myndum sem Krisján Egilsson, þá safnstjóri, tók af hrygningaratferli steinbíts. Myndirnar vöktu mikla athygli í fjölmiðlum og sýna á skemmtilegan hátt hvernig steinbíturinn ber sig að við hrygninguna.Þessar myndir voru kveikjan að hugmyndinni sem vörumerki Sæheima er byggt á.
 
Vörumerkið er hægt að nálgast hér á í pdf skrá á mismunandi sniðum: VÖRUMERKI SÆHEIMA. Ath. notkun á merkinu er með öllu óheimil nema með fyrirfram samþykki frá safnstjóra.