Um okkur

Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja var opnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu. Vestmannaeyjabær sá um rekstur safnsins allt þar til að Þekkingarsetur Vestmannaeyja tók við rekstrinum í janúar 2010. Á þeim tímamótum var nafni safnsins breytt í "Sæheimar".

Í náinni framtíð stendur til að stækka safnið til muna og samtvinna við rannsóknir í sjávarlíffræði í samstarfi við stofnanir og vísindamenn innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Sími á skiptiborði Þekkingarsetursins: + 354  481 1111
Sími á skrifstofu Sæheima: + 354  481 1997
Farsími: +354  863 8228
 
Hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um rekstraraðila safnsins á heimasíðu Þekkingarsetursins sem er: http://www.setur.is