Söfnin

Í dag eru sýningarsalirnir þrír, fiskasalur, fuglasalur og steinasalur.
 
Fiskasafn
Í Fiskasafninu eru 12 sjóker með fjölda lifandi fiska og annarra sjávarlífvera. Í kerjunum er 7°C heitur sjór sem dælt er úr 30 m djúpri borholu skammt frá safninu. Þarna er jafnan að finna margar af helstu nytjafiskum, sem veiðast við Ísland auk krabba, sæfífla, krossfiska, ígulkerja, kolkrabba og skeldýra. Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa verið mjög duglegir við að færa safninu lifandi fiska og aðrar sjávarlífverur.
Í Fiskasafninu er snertibúr með kröbbum, krossfiskum, ígulkerjum og sprettfiskum sem spennandi er fyrir krakkana að skoða og handfjatla.
 
 
 
Fuglasafn
Í fuglasalnum eru flestir íslenskra varpfugla uppsettir svo og mikill fjöldi flækingsfugla auk uppstoppaðra krabba og fiska. Í fuglasalnum eru einnig egg nær allra íslenskra varpfugla svo og skordýrasafn.
Steinasafn
Í steinasalnum er eitt merkasta skrautsteinasafn landsins. Safnið er gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Þar er að finna flestar þær gerðir steina sem finnast á Íslandi.
 
Auk þessara safna eru smærri sýningar t.d. um Surtseyjargosið og sambýli manns og lunda. Einnig hafa þar verið haldnar listasýningar. Safnið hefur einnig verið vettvangur fyrir fyrirlestra um náttúru Eyjanna.