Fréttir

Sæsteinsuga send á Fiskasafnið

08.09.2010

Þann 26. ágúst veiddi Hvalur 8 RE 388 langreið, sem reyndist vera hundraðasti hvalurinn sem veiddur er í ár af fyrirtækinu Hval hf. Við langreiðina var föst sæsteinsuga. Starfsmenn Hvals h.f. losuðu hana af hvalnum og var hún sett í kar sem fyllt var með sjó. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins sendi hana með Herjólfi til okkar á Fiskasafninu. Var hún hin hressasta við komuna og var svo tillitssöm við gesti safnsins að festa sig á rúðuna í búrinu, þannig að hringlaga munnurinn með öllum beittu tönnunum blasti við.

Glerlistasýning í Fiskasafninu

13.08.2010

Þann 4.júní s.l. onaði Berglind Kristjánsdóttir glerlistakona sýningu á verkum sínum í búrum Fiskasafnsins. Verkin eru unnin sérstaklega með Fiskasafnið í huga og í hverju búri er tekið mið af lífverunum sem þar eru.