Fréttir

sumaropnun

19.05.2011

Sumarið er komið á Fiskasafninu.
Safnið er opið frá klukkan 11:00 til klukkan 17:00 alla daga vikunnar.

Alþjóðlegi safnadagurinn

18.05.2011

 Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag 18.maí. Af því tilefni verður frítt inn á Fiskasafnið í dag.

Nornakrabbi hefur skelskipti

02.05.2011

 Í  Sæheimum – Fiskasafni eru núna til sýnis tvö eintök af krabba, sem er afar sjaldgæfur við Íslandsstrendur. Um er að ræða nornakrabba (Paromola cuvieri ) sem einnig hefur verið kallaður langfótungur. Fyrsti krabbi þessarar tegundar kom á Fiskasafnið árið 1967 og  hin síðari ár hafa borist einstaka eintök á safnið. En árið 2010 var komið með fjóra nornakrabba á safnið. Hugsanlega er tegundin að verða algengari í sjónum við Ísland vegna hlýnun sjávarins.

Fréttir af Golla fara um víðan völl

25.03.2011

Fréttir af kópnu Golla hafa farið víða og nýverið birtist grein í Iceland Review þar sem farið er yfir björgun Golla. Það er ánægjulegt til þess að vita að fólk fylgist með því sem við erum að gera hér í Sæheimum enda veitir okkur mannfólkinu ekki af góðum skammti af jákvæðum og skemmtilegum fréttum í bland. Starfsfólk Sæheima hefur áhuga á að koma upp aðstöðu til að taka á móti sjávarspendýrum og sjófuglum, bæði til björgunar og einnig til að geta haft til sýnis fyrir almenning. Eflaust verður gert ráð fyrir aðstöðu til að halda lifandi sjávarspendýr í nýju fiskasafni en undirbúningur á hönnun á slíku safni stendur yfir.

Nýr bæklingur

17.03.2011

Nýr kynningarbæklingur er kominn út fyrir Sæheima. Bæklinginn má nálgast á pdf-formi með því að fylgja slóðinni hér: Sæheimar bæklingur.

Golla sleppt

08.02.2011

Laugardaginn 5. febrúar var útselskópnum Golla sleppt í Höfðavík. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessa aðgerð og menn misjafnlega sáttir við aðgerðina. Yfirleitt hefur umræðan þó farið fram á jákvæðum nótum og menn helst vilja halda Golla áfram í mannheimum vegna þess hve kópurinn er skemmtilegur. Golli fannst illa haldinn í fjöru í Breiðdalsvík og var það mat manna þar að kópurinn ætti ekki langt eftir. Haft var þá samband við starfsmenn Sæheima sem samþykktu að taka kópinn að sér. Kópnum var síðan flogið til Vestmannaeyja með flugfélaginu Ernir þar sem hann var í umönnun hjá starfsmönnum Sæheima allt þar til honum var sleppt s.l. laugardag. Hér á eftir eru teknar saman upplýsingar um atferli útsels sem skýra meðal annars afhverju við teljum að það hafi verið rétt að sleppa Golla.

Gollir spáir um úrlit í leik Íslands og Frakklands

25.01.2011

Golli er búinn að spá fyrir um úrslit í leiknum í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir að líkurnar séu litlar miðað við stöðuna í riðlinum þá spáir Golli Íslandi sigri í kvöld. Hann er lengi að ákveða sig en loks tekur hann af skarið og þegar síldin er komin hálfa leið niður þá réttir hann upp annan hreyfann til staðfestingar á spánni.   Hér sést myndband af spáselnum spá fyrir um úrslit í leik Íslands og Frakklands.

Golli spáir fyrir um leik Íslands og Spánar

24.01.2011

Golli hefur verið iðin við kolann að undanförnu og spáð fyrir um leiki íslands á HM. Það er skemmst frá því að segja að Golli hefur haft rétt fyrir sér í 100% tilvika til þessa og því biðu menn spenntir eftir spánni fyrir leik Íslands og Spánar.

Golli spáir fyrir leiknum Ísland - Þýskaland

21.01.2011

Golli er iðinn við kolann þessa stundina og ljóst að hann spáði rétt fyrir leiknum Ísland-Noregur. Umsjónarmaður Golla og aðrir viðstaddir voru þó á því að þetta yrði strögl allan leikinn en  strákarnir okkar virtust meira segja koma Golla á óvart og völtruðu yfir norðmenn í seinni hálfleik. Í dag spáði Golli síðan fyrir um leik Íslands og Þýskalands. Golli gekk mun ákveðnari til verks að þessu sinni og þrátt fyrir að umsjónarmaður Golla reyndi ítrekað að hafa áhrif á niðurstöðuna gaf Golli sig ekki og spáði þjóðverjum sigri. Við vonum bara að Golli hafi rangt fyrir sér að þessu sinni og að strákarnir klári leikinn með bravör. Myndbandið með Golla má sjá hér.

Golli spáir fyrir leiknum í kvöld

20.01.2011

Selurinn Golli sem staddur er í Sæheimum spáði Íslandi sigri á móti Noregi í kvöld. Golli var lengi að ákveða sig en á endanum valdi hann Ísland. Á tímabili bakkaði Golli frá síldinni og var hugsi. Hann smakkaði á báðum en tók síðan af skarið. Þess má geta að síldin kemur úr Norsk - Íslenska síldastofninum þannig að þetta getur ekki verið nákvæmara. Ljóst er að kýrinn sem spáði Noregi sigri þarf eitthvað að skoða spábeinin sín. 
 
Hér er linkur á myndband sem tekið var upp af atburðinum. Þess skal getið að Sýslumaðurinn var ekki á staðnum þannig að þessi spá mun ekki hafa áhrif á erlenda veðbanka. Sjá myndband. 

Steinbítur hrygnir

11.01.2011

Í gær hrygndi steinbítur í Sæheimum og náðust af því mjög skemmtilegar myndir. Atferlið hófst með því að hængurinn frjóvgaði hrogn hrygnunnar með svokallaðri innvortis frjóvgun í allnokkrum tilraunum. Hrygnan hristi síðan kviðinn eða titraði, líklega í þeim tilgangi að blanda saman hrognum og svilum og þannig auka líkurnar á fjóvgun. Sjálf hrygningin tók í raun ekki nema um 12 mínútur en þá var athöfnin búin að standa yfir frá því snemma um morgun og til kl. 20:00.

Smokkfiskur veiddist í höfninni

03.01.2011

Seint í gærkveldi barst tilkynning til starfsmanns Sæheima um að stór Smokkfiskur væri á svamli í höfninni. Fór starfsmaður ásamt Einari Sigurmundssyni sem fyrstur kom auga á smokkfiskinn út á tuðru til að skoða hvort hægt væri að klófesta hann fyrir safnið. Smokkfiskurinn hafði svamlað þarna í höfninni í nokkurn tíma og fjölmargir vegfarendur stoppuðu til að fylgjast með gangi mála. 

Kópurinn braggast

30.11.2010

Í byrjun nóvember fannst útselskópur við Breiðdalsvík sem var illa á sig kominn og grét hástöfum. Finnendur hans gáfu honum volgan rjóma og hresstist hann talsvert við það. Þeir höfðu samband við Fiskasafnið í Vestmannaeyjum og óskuðu eftir að þar yrði kópurinn fóstraður áfram. Flugfélagið Ernir flaug með kópinn endurgjaldslaust til Eyja. Þar tók Georg Skæringsson á móti honum og kom honum fyrir í húsnæði Þekkingarsetursins á hæðinni fyrir ofan Miðstöðina. Þar hefur kópurinn aðgang að hreinum sjó til að synda í og einnig lítilli eyju sem hann getur legið upp á.

Tónleikar á Fiskasafninu

17.11.2010

Í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi kom til Vestmannaeyja fjöldi listamanna og urðu margir þeirra veðurtepptir á sunnudeginum þegar gerði hið versta veður.

Neðansjávarljósmyndir

17.11.2010

Sýning Erlendar Bogasaonar kafara var opnuð þann 5. nóvember á Fiskasafninu. Sýningin er í tengslum við Safnahelgi á Suðurlandi og Menningarráð Suðurlands veitti styrk til sýningarhalsdsins.

Lundapysja í pössun

22.10.2010

Síðustu daga hefur lundapysja verið í pössun hjá okkur á Fiskasafninu. Finnandi hennar ákvað í haust að halda henni þar sem að hún kom frekar seint og var lítil og létt. Þannig að lífslíkur hennar hefðu ekki verið miklar ef henni hefði verið sleppt í sjóinn. Pysjan hefur þyngst mikið og er spræk enda fengið nóg að éta og vel verið hugsað um hana.

Hafmeyja óskast

22.10.2010

Fiskasafn í Wales hefur auglýst eftir hafmeyju til starfa við safnið. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarstjóra safnsins þarf hún ekki endilega að vera ekta, þó það væri betra, heldur leggur safnið til sérútbúin búning sem starfmaðurinn þarf að klæðast við fóðrun á öðrum safndýrum. Búningurinn samanstendur meðal annars af köfunarbúnaði sem gerir hafmeyjunni kleift að fóðra dýrin neðansjávar. Hafmeyjan á m.a.að vinna með hákörlum safnsins. Safnið sem um ræðir heiti Rhyl SeaQuarium og er staðsett í Norður Wales. 
 

komið með 4 kolkrabba

07.10.2010

Í gærkvöldi kom Portlandið með fjóra kolkrabba að landi og færðu safninu. Þrír þeirra voru snöggir að finna sér felustaði í gjótum á milli steina en einn af þeim virðist alveg ófeiminn og færir sig til í búrinu og pósar fyrir ljósmyndara. Hornsílin sem fyrir voru í búrinu virðast alveg óhrædd við þessa nýju nágranna sína og synda alveg upp að þeim. Ef við fáum kolkrabbana til að taka fæðu ættu þeir að geta orðið nokkuð langlífir.  

Sæsteinsugan látin

30.09.2010

Sæsteinsugan sem koma á safnið ekki alls fyrir löngu er nú látin. Hennar er sárt saknað þó að hún hafi verið frekar ófrýnileg, enda ólík öllum öðrum fiskum. Starfsfólk safnsins hafði sett til hennar fiska sem hún ætti að geta sest á til að nærast, en hún leit ekki við þeim. Kannski hefur henni fundist meðalstór þorskur vera óspennandi eftir að hafa verið á hval. Steinsugur verða ekki langlífar í fiskasöfnum nema að þær finni sér fórnarlamb til að nærast á.

Sæsteinsuga send á Fiskasafnið

08.09.2010

Þann 26. ágúst veiddi Hvalur 8 RE 388 langreið, sem reyndist vera hundraðasti hvalurinn sem veiddur er í ár af fyrirtækinu Hval hf. Við langreiðina var föst sæsteinsuga. Starfsmenn Hvals h.f. losuðu hana af hvalnum og var hún sett í kar sem fyllt var með sjó. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins sendi hana með Herjólfi til okkar á Fiskasafninu. Var hún hin hressasta við komuna og var svo tillitssöm við gesti safnsins að festa sig á rúðuna í búrinu, þannig að hringlaga munnurinn með öllum beittu tönnunum blasti við.