Fréttir

Fyrirlestur á föstudegi

10.11.2011

Margrét Lilja Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson og Kristján Egilsson segja frá einstöku atferli dýra á safninu.
 
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur nú fyrir kynningu á stofnunum innan setursins með opnum fyrirlestrum í hádeginu á föstudögum. Fyrsti slíki fyrilesturinn var á byggðasafninu 15. október og Viska hélt sinn fyrilestur 4. nóvember.
Boðið er upp á súpu og brauð og allir eru velkomnir.

Dregið upp úr djúpinu

27.10.2011

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Safnahelgi Suðurlands á Fiskasafninu.

 

Pysjurnar fáar og seint á ferð

27.09.2011

Pysjueftirlitið svokallaða hefur verið starfrækt síðan árið 2003. Bæjarbúar hafa þá komið með pysjur sem finnast í bænum á Fiskasafnið til að vigta þær og mæla lengd vængjanna áður en þeim er sleppt til sjávar.  

þórarinn Ingi hefur þyngst mikið

21.09.2011

Komið var með lundapysju á safnið þann 21. ágúst sem vóg einungis 95 grömm. Hún fékk nafnið Þórarinn Ingi því ÍBV var að keppa á Hásteinsvelli þennan sama dag og pysjan fannst, og Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmark liðsins.Pysjan hefur verið í góðu atlæti hér á safninu og greinilega fengið nóg að éta því hún hefur þrefaldað þyngd sína á fjórum vikum.

Dagur íslenskrar náttúru

15.09.2011

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Í tilefni dagsins verður upplestur á safninu úr lundaveiðimannatali Árna Árnasonar frá Grund og skrifum hans um veiðimennsku og úteyjalíf. Á næsta ári kemur út bók sem byggir á skrifum Árna og í ritsjórn  hennar eru þeir Erpur Hansen, Kári Bjarnason, Marinó Sigursteinsson og Sigurgeir Jónsson. Eftir upplesturinn verður opið hús á Fiskasafninu og á Surtseyjarstofu til kl. 16:00.
 

Ársskýrsla 2010

31.08.2011

Nú er hægt er að nálgast ársskýrslu Sæheima fyrir árið 2010 hér á vefnum. Í skýrslunni er að finna ýmsar upplýsingar um safnið,  m.a. aðsóknina á safnið á árinu 2010 og yfirlit yfir viðburði og gjafir til safnsins. Hér má nálgast þessar upplýsingar.

Fyrsta lundapysjan 2011

23.08.2011

Fysta lundapysjan sem komið var með á Fiskasafnið í ár fannst sunnudaginn 21. ágúst.

Langvíuungi og rituungi

22.08.2011

Núna eru langvíuungi og rituungi í fóstri á Fiskasafninu.

Haftyrðill í sumarbúningi

10.08.2011

Fyrr í sumar var komið með haftyrðil í sumarbúningi á Fiskasafnið.

Opnunartími yfir Þjóðhátíð

26.07.2011

Breyttur opnunartími verður frá föstudegi til mánudags yfir Þjóðhátíðina. Opið verður milli kl. 13:00 og 15:00 alla dagana.

Varmasmiður finnst í Eyjum

21.06.2011

Trausti Mar Sigurðsson kom með varmasmið (Carabus nemoralis) á safnið þann 15. júlí. Þetta er fysti varmasmiðurinn sem vitað er um í Vestmannaeyjum og fannst hann í garði við Foldahraun. Líklegt má telja að hann hafi borist með plöntum frá Hveragerði, en þar hafa varmasmiðir verið nokkuð algengir  undanfarin ár. Sérstaklega hafa þeir haldið sig í görðum nálægt hverasvæðum og nafnið varmasmiður komið til vegna þess.

Músin Títla

31.05.2011

Einn af starfsmönnum Sæheima var að færa til húsgögn á heimili sínu um daginn og skaust þá húsamús út á gólfið. Starfsmaðurinn sýndi mikið snarræði og gómaði músina. Hún hefur nú fengið nýtt heimili á fiskasafninu og verið nefnd Títla.
Þar gæðir hún sér á orsti, ávöxtum og korni ýmiskonar og miðað við hvað hún nær að torga þá á hún eftir að verða vel í holdum.

sumaropnun

19.05.2011

Sumarið er komið á Fiskasafninu.
Safnið er opið frá klukkan 11:00 til klukkan 17:00 alla daga vikunnar.

Alþjóðlegi safnadagurinn

18.05.2011

 Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag 18.maí. Af því tilefni verður frítt inn á Fiskasafnið í dag.

Nornakrabbi hefur skelskipti

02.05.2011

 Í  Sæheimum – Fiskasafni eru núna til sýnis tvö eintök af krabba, sem er afar sjaldgæfur við Íslandsstrendur. Um er að ræða nornakrabba (Paromola cuvieri ) sem einnig hefur verið kallaður langfótungur. Fyrsti krabbi þessarar tegundar kom á Fiskasafnið árið 1967 og  hin síðari ár hafa borist einstaka eintök á safnið. En árið 2010 var komið með fjóra nornakrabba á safnið. Hugsanlega er tegundin að verða algengari í sjónum við Ísland vegna hlýnun sjávarins.

Fréttir af Golla fara um víðan völl

25.03.2011

Fréttir af kópnu Golla hafa farið víða og nýverið birtist grein í Iceland Review þar sem farið er yfir björgun Golla. Það er ánægjulegt til þess að vita að fólk fylgist með því sem við erum að gera hér í Sæheimum enda veitir okkur mannfólkinu ekki af góðum skammti af jákvæðum og skemmtilegum fréttum í bland. Starfsfólk Sæheima hefur áhuga á að koma upp aðstöðu til að taka á móti sjávarspendýrum og sjófuglum, bæði til björgunar og einnig til að geta haft til sýnis fyrir almenning. Eflaust verður gert ráð fyrir aðstöðu til að halda lifandi sjávarspendýr í nýju fiskasafni en undirbúningur á hönnun á slíku safni stendur yfir.

Nýr bæklingur

17.03.2011

Nýr kynningarbæklingur er kominn út fyrir Sæheima. Bæklinginn má nálgast á pdf-formi með því að fylgja slóðinni hér: Sæheimar bæklingur.

Golla sleppt

08.02.2011

Laugardaginn 5. febrúar var útselskópnum Golla sleppt í Höfðavík. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessa aðgerð og menn misjafnlega sáttir við aðgerðina. Yfirleitt hefur umræðan þó farið fram á jákvæðum nótum og menn helst vilja halda Golla áfram í mannheimum vegna þess hve kópurinn er skemmtilegur. Golli fannst illa haldinn í fjöru í Breiðdalsvík og var það mat manna þar að kópurinn ætti ekki langt eftir. Haft var þá samband við starfsmenn Sæheima sem samþykktu að taka kópinn að sér. Kópnum var síðan flogið til Vestmannaeyja með flugfélaginu Ernir þar sem hann var í umönnun hjá starfsmönnum Sæheima allt þar til honum var sleppt s.l. laugardag. Hér á eftir eru teknar saman upplýsingar um atferli útsels sem skýra meðal annars afhverju við teljum að það hafi verið rétt að sleppa Golla.

Gollir spáir um úrlit í leik Íslands og Frakklands

25.01.2011

Golli er búinn að spá fyrir um úrslit í leiknum í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir að líkurnar séu litlar miðað við stöðuna í riðlinum þá spáir Golli Íslandi sigri í kvöld. Hann er lengi að ákveða sig en loks tekur hann af skarið og þegar síldin er komin hálfa leið niður þá réttir hann upp annan hreyfann til staðfestingar á spánni.   Hér sést myndband af spáselnum spá fyrir um úrslit í leik Íslands og Frakklands.

Golli spáir fyrir um leik Íslands og Spánar

24.01.2011

Golli hefur verið iðin við kolann að undanförnu og spáð fyrir um leiki íslands á HM. Það er skemmst frá því að segja að Golli hefur haft rétt fyrir sér í 100% tilvika til þessa og því biðu menn spenntir eftir spánni fyrir leik Íslands og Spánar.