Fréttir

Dularfullt fyrirbæri

24.01.2014

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur VE hefur fært safninu margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Bæði lifandi fiska og krabba en eins líka ýmislegt óvenjulegt og sjaldséð sem kemur upp með aflanum. Nýverið komu þeir með óvenjulegt kvikindi sem þeir fengu sunnan við Eyjar. Safnstjóri hafði aldrei séð slíkt áður og leitaði því til Jörundar Svavarssonar prófessors í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands. Hann sagði þetta vera holdýrið Epizoanthus incrustatus, og hefur hann rekist nokkrum sinnum á þessa tegund við rannsóknir sínar á lífríki sjávarins við Ísland.

snjótittlingi sleppt

17.01.2014

 Á Þorláksmessu var komið með særðan snjótittling á safnið sem hafði fundist í húsgarði og gat ekki flogið. Annar vængur hans var eitthvað laskaður og nýttist ekki til flugs en virtist ekki vera brotinn. 
Fuglinn hefur verið í fæði og húsnæði á Fiskasafninu þessar vikur en var orðinn það sprækur að ákveðið var að sleppa honum í góða veðrinu í dag. 
Eins og sjá má á myndinni mótmælti hann kröftuglega þegar hann var tekinn úr búri sínu en hætti mótmælunum snarlega þegar honum var sleppt og flaug hinn hressasti á brott frá safninu.

Vinkonur Tóta í heimsókn

09.01.2014

 Lundinn Tóti virtist mjög ánægður að fá fjölda gesta í heimsókn á safnið á þrettándanum, enda búið að vera rólegt hjá honum yfir jólin og aðventuna. Þessar stelpur voru meðal gesta og eru þær góðar vinkonur Tóta. Þær voru í hóp þeirra krakka sem komu nánast daglega að heimsækja hann fyrstu vikurnar hans á safninu. 

Lundar í jólaskapi

22.12.2013

 Lundarnir á fiskasafninu þeir Þórarinn Ingi og Eyþór Ingi eru greinilega komnir í jólaskap. Þeir senda öllum gestum safnsins og  þeim sem komu með fiska bestu jólakveðjur og vonast til að sjá ykkur öll á nýja árinu.

safnasnjókarlar

16.12.2013

 Þessir sætu snjókarlar biðu spenntir eftir því að safnið opnaði um helgina.
Það er greinilegt að mannfólkið er komið í jólaskap því að snjókarlarnir voru þeir einu sem mættu á safnið

Brúðöndinni sleppt

14.12.2013

 Brúðöndin sem fannst um mánaðarmótin í garði á Heimaey hefur verið í góðu yfirlæti í Sæheimum - Fiskasafni. Hún var slöpp og horuð við komuna á safnið og örugglega aðframkomin eftir hið langa ferðalag frá Bandaríkjunum. 

Brúðönd

04.12.2013

 Nýverið var komin með á safnið  sjaldséðan fugl.  Um var að ræða brúðönd (Aix sponsa), sem er algengur fugl í skóglendi við vötn í austanverðri Norður Ameríku og kallast þar Wood duck. Tegundin er afar sjaldséð á Íslandi og er þetta sjötta skráða brúðöndin á landinu og fyrsti kvenfuglinn af tegundinni sem vitað er um.

 

Fyrsta lundapysjan

09.09.2013

Þann 5. september kom fyrsta lundapysjan í hús í Pysjueftirlitið. Var hún vel á sig komin, 273 gr að þyngd og vænglengd 140 mm. Þess má geta að þetta er nokkuð seinna en í fyrra en á sama tíma fyrir ári voru komnar 140 pysju.

Hrognkelsi og marhnútur

05.03.2013

 Kafarar frá köfunarþjónustinni færðu safninu hrognkelsi og marhnút sem þeir fundu við vinnu sína, en þeir vinna nú við viðgerð á Herjólfsbryggjunni.

Hremmingar nornakrabba

01.03.2013

Í fyrradag birtum við frétt af nornakrabba í skelskiptum. Þetta ferli tekur mikla orku frá krabbanum og ekki er óalgengt að þeir drepist meðan á því stendur. Krabbinn okkar lifði skiptin af en meðan á þeim stóð varð fyrir árásum annarra nornakrabba og sæfíflanna sem eru í sama búri. Náðu þeir að slíta af honum nokkra fætur. Alla jafna bítur það ekki á krabbana að lenda í sæfíflunum því að skelin ver þá fyri árásum þeirra. En eftir skelskipti þegar þeir eru enn mjúkir verða þeir greinilega auðveld bráð.
 

Skelskipti nornakrabba kvikmynduð

27.02.2013

Einn af nornakröbbunum á safninu var greinilega komin í skelskipti í gærmorgun þegar starfsmaður safnsins mætti í vinnu. Hringt var í Gískla Óskarsson kvikmyndatökumann og honum boðið að taka myndir af ferlinu. Hann þáði það með þökkum en líklega vissi hann ekki þá að það tæki næstum sólarhring. Hann náði frábærum myndum af skelskiptunum og munum við birta myndband af ferlinu hér á heimasíðunni (talsvert stytt :-)
Líklega er þetta eina myndbandið sem hefur náðst af skelskiptum nornakrabba.

Töskukrabbi

12.02.2013

Kafarar frá Köfunarþjónustunni færðu safninu lifandi töskukrabba (Canser pagurus), sem þeir fundu við vinnu sína við Herjólfsbryggju. Krabbinn var í góðu ástandi enda að koma af litlu dýpi og ekki búinn að velkjast í veiðarfærum.
Krabbinn fékk frekar óblíðar viðtökur á Fiskasafninu en á myndinni hér fyrir neðan má sjá leturhumar ráðast á hann og var krabbinn snöggur að flýja þegar hann fékk að kenna á klóm humarsins.
Einn töskukrabbi er til uppsettur á safninu sem færður var safninu á upphafsárum þess.

40 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey

26.01.2013

 Krakkar í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn á safnið þann 23. janúar en þá voru liðin 40 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Þeim voru sýndar myndir sem Sigmar Pálmason tók meðan gosið stóð yfir 1973. Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði þeim frá starfsemi slökkviliðsins meðan á gosinu stóð allt frá því að þeir óku um bæinn fyrstu nóttina með sírenurnar í gangi til að vekja íbúana. Hann sagði þeim frá slökkvistarfi þegar allt að 17 hús brunnu á einni nóttu, björgunarstarfinu, hættunni sem hlaust af völdum gassins, sjókælingunni á hrauninu og hvernig það var að vera hér við þessar erfi'ðu aðstæður. Krakkarnir hlustuðu með athygli á og hafa örugglega mörg séð þetta tímabil í nýju ljósi.

Fuglablik

06.11.2012

Sýningin Fuglablik í Sæheimum - Fiskasafni verður opin fram til 1. febrúar. Um er að ræða 33 ljósmyndir af íslenskum fuglum frá félögum í Fuglaverndarfélagi Íslands. Auk þeirra eru til sýnis 6 ljósmyndir frá Hjálmari Bárðarsyni sem hann tók á 6x6 cm filmu. Sýningin er sett upp til minngar um Hjálmar, sem var ötull ljósmyndari og gaf út fyrstu stóru fuglabókina á Íslandi og auk hennar fjölda bóka um íslenska náttúru.
 
Hægt er að kaupa ljósmyndir á sýningunni með því að hafa samband við Fuglaverndarfélag Íslands eða hafa samband við einstaka ljósmyndara.
 
 

Safnahelgi

31.10.2012

Um Safnahelgina verða fuglar í fyrirrúmi í Sæheimum - Fiskasafni. Í samstarfi við Fuglavernd verður ljósmyndasýningin Fuglablik opnuð í Steinasalnum og fuglaljósmyndir frá Jóhanni Óla HIlmarssyni verða á skjánum í Fiskasalnum. Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember kl. 20:30.
 
 
 

komnar 1500 pysjur

15.09.2012

Nú er búið að vigta og vængmæla yfir 1500 pysjur í pysjueftirlitinu.

Heimsmet í pysjuvigtun ?

13.09.2012

Í gær, þann 12 september voru vigtaðar 251 pysja í Sæheimum -Fiskasafni. Hugsanlega er þarna um heimsmet í pysjuvigtun að ræða.

Tregadúfa

13.09.2012

Fyrir nokkrum dögum fannst tregadúfa (Zenaida macroura)  í Vestmannaeyjum. Heimkynni tegundarinnar er í Norður- og Mið Ameríku. Þar er hún mjög algeng og kallast Mourning dove, en nafnið er tilkomið vegna þess að söngur karlfuglsins er angurvær og tregafullur. Líklegt má telja að fuglinn hafi borist hingað með sterkum vindum. Tregadúfa er mjög sjaldgæf í Evrópu og hefur aðeins einu sinni fundist áður á Íslandi en það var í Vestmannaeyjum í október 1996.
 

Pysjutíminn hafinn

31.08.2012

Föstudaginn 24. ágúst var komið með fystu pysju sumarsins í Pysjueftirlit Sæheima - Fiskasafns. Pysjan vóg 242 grömm og vænglengdin var 147 mm. Núna viku síðar eru komnar 26 pysjur til viðbótar. Eru þetta jafn margar pysjur og skiluðu sé í Pyjueftirlitð allt tímabilið í fyrra, enda var varpárangur lundans mjög slakur þá.
Þeir sem hafa fylgst með varpárangri lundans í ár segja  ástandið sé mun betra núna, þó að það sé langt frá því að vera gott,

Rituungar í vandræðum

02.08.2012

Á hverju sumri er komið með nokkurn fjölda fugla á safnið sem lent hafa í hrakningum. Mest eu þetta ungar sem eru einir og yfirgefnir á vappi oft mjög hungraðir og horaðir eða sem bjargað er frá köttum í veiðihug. Á safninu fá ungarnir nóg að éta og er þeim sleppt út í náttúruna þegar þeir virðast nógu hressir til að bjarga sér upp á eigin spítur.