News

02.11.2017

1741

Ljósmyndasýning frá pysjueftirlitinu

Á morgun þann. 3. nóvember kl. 15 verður opnuð ljósmyndasýning frá pysjueftirliti Sæheima haustið 2017. Þar má finna myndir af langflestum þeirra sem komu með pysjur til okkar í eftirlitið. Nú er undirbúningur í hámarki fyrir sýninguna og nóg að gera enda verða yfir 800 útprentaðar ljósmyndir á sýningunni. Á myndinni eru starfsmenn Sæheima, þær Guðrún og Gígja að setja miða með nöfnum barnanna sem eru á myndunum.


Back