News

16.10.2017

1740

Kátir kolkrabbar af Drangavík

Nú í morgun færði áhöfn Drangavíkur VE Sæheimum góða gjöf. Komu þeir að landi með fjölda lifandi fiska og annarra sjávarlífvera. Þar á meðal var kolkrabbinn á myndinni en hann var ófeiminn og reyndi ekki að fela sig eins og kolkrabba er siður. Þeir komu einnig með tvo aðra kolkrabba, stærðar hlýra, tindabykkjur, nornakrabba, kola, humra, kuðungakrabba og þorska. 


Back