News

14.10.2017

1710

Dúfan á heimleið

Dúfan sem við greindum frá fyrr í mánuðinum var send á Selfoss og er þar í góðu yfirlæti hjá Eyjamanninum Ragnari Sigurjónssyni bréfdúfueiganda. Hann er búinn að hafa upp á eiganda dúfunnar, sem er merkt bréfdúfa og mun hún verða send til síns heima fljótlega.

Sagði Ragnar okkur jafnframt að um karlfugl sé að ræða sem klaktist árið 2015. Hafði hann tekið þátt í nokkrum keppnum og staðið sig vel. En í fyrra tók hann þátt í keppni frá Fagurhólsmýri og týnist þá. Taldi Ragnar hugsanlegt að dúfnahópurinn hafi lennt í fálka á leiðinni, sem hefur tvístrað hópnum. En nú er vinur okkar sem sagt á heimleið og hefur líklega frá mörgu að segja þegar hann mætir í dúfnabyrgið heima.


Back