News

30.09.2017

1649

Er von á fleiri pysjum ?

Nú hefur ekki verið komið með pysjur í pysjueftirlitið í tvo daga og líklegt má því telja að pysjutímabilinu 2017 sé lokið. Hugsanlega eiga þó einhverjar síðbúnar pysjur eftir að láta sjá sig.

Þar sem síðasti dagur sumaropnunar safnsins er í dag viljum við benda á að safnið verður opið klukkan 13-16 á morgun, sunnudaginn 1. október. Stefnt er að því að hafa safnið opið eitthvað á virkum dögum í október, auk hinnar hefðbundnu laugardagsopnunar. En tímasetning opnunarinnar hefur ekki enn verið ákveðin. Það verður því áfram hægt að koma með pysjur í vigtun.


Back