News

04.09.2017

1618

Annasamur dagur

Mjög svo annasamur dagur var í Sæheimum í dag. Ekki aðeins voru vigtaðar 420 pysjur, sem er næst mesti fjöldi sem vigtaður hefur verið á einum dagi, heldur voru líka merktar 267 pysjur. Einnig var hér á ferðinni kvikmyndatökulið frá CBS Sunday News, sem er hér við tökur á fréttaþætti um pysjubjörgun í Vestmannaeyjum.

Heildarfjöldinn er kominn upp í 2145 pysjur.


Back