News

02.09.2017

1616

Heimsmetið rækilega slegið

Við starfsfólk Sæheima höfðum tröllatrú á að heimsmet í pysjuvigtun yrði slegið um helgina og erum búin að vera mjög spennt. 

Í fyrra settum við heimsmet þann 10. september þegar við vigtuðum 310 pysjur á einum degi, en í dag var komið með 444 pysjur í eftirlitið og heimsmetið því rækilega slegið. Þar af voru 135 pysjur merktar. Dagurinn hefur því verið mjög fjörugur á fiskasafninu og margir rétt okkur hjálparhönd. Fjöldinn í ár er því kominn upp í 1314 pysjur.

Tóti er búinn að fara yfir tölurnar og segir að þetta sé rétt talið hjá okkur.


Back