News

30.09.2016

673

Skrofuungar á ferð

Eins og lundapysjur þá fljúga ungar skrofunnar stundum að ljósunum í bænum. Það hefur verið komið með nokkuð af skrofum til okkar í Sæheimum. Við höfum vktað þær eins og pysjurnar og 12 af þeim hafa verið merktar. Ein af skrofunum sem komið var með hafði verið merkt fyrr í sumar í Ystakletti og fannst hún við Ofanleiti. Það er um að gera að hafa augun hjá sér þó að pysjurnar séu hættar að finnast í bænum því að skrofuungarnir eru enn á ferðinni og sömuleiðis ættingjar þeirra, sjósvölurnar. Þær eru enn seinna á ferðinni og eru jafnvel að finnast fram í nóvember.


Back