News

18.09.2016

665

Óvenju léttar pysjur í dag

Komið var með 25 pysjur í pysjueftirlitið í dag. Margar þeirra voru óvenju léttar og sú léttasta var einungis 162 grömm. Meðalþyngd pysjanna í dag er um 30 grömmum lægri en meðalþyngd allra pysjanna sem komið hefur verið með á tímabilinu.

Nú eru pysjurnar orðnar 2609 talsins.


Back