News

16.09.2016

663

Færri og léttari pysjur

Í dag var einungis komið með 60 pysjur í eftirlitið. Eins og oft gerist þegar sígur á seinni hluta pysjutímans þá eru að koma léttari pysjur en hafa verið upp á síðkastið. Flestar eru þær þó tilbúnar að halda á haf út. Vonandi heldur pysjufjörið áfram yfir helgina þó að það verði ekki alveg eins mikið fjör og var um síðustu helgi, þegar komið var með hátt í 600 pysjur.

 


Back