News

08.08.2016

539

Lars og Heimir taka flugið

Komið hefur verið með fjölda rituunga í Sæheima í sumar. Krakkarnir á safninu hafa hjálpað til við uppeldi unganna og gefið flestum þeirra nafn.Tveir af þeim fengu nöfnin Lars og Heimir. Þeir komu til okkar meðan Orkumótið stóð yfir og allir mjög spenntir yfir EM í knattspyrnu. Ungarnir hafa vaxið og dafnað hjá okkur í sumar og var þeim sleppt nú um helgina. 

 


Back