News

20.06.2016

533

Hjálplegar stelpur

Þessar stelpur heita Andrea og Birta og eru báðar eyjapæjur þó svo að þær eigi heima á fastalandinu. Þær eru svo heppnar að eiga afa og ömmur hér í Eyjum og koma því oft í heimsókn. Þær nota þá tækifærið og kíkja við í Sæheimum þar sem þær hjálpa til. Þær segja t.d. ferðamönnum söguna af Tóta lunda á fullkominni ensku. Einnig hjálpa þær til við að gefa starraunganum og rituungum að éta og margt fleira. 


Back