News

19.05.2016

524

Gjöf frá Drangavík

Áhöfnin á Drangavík VE kom færandi hendi í Sæheima í morgun. Komu þeir með lifandi hrognkelsi, humra, tindabikkjur og sæbjúgu sem eru öll hin hressustu þrátt fyrir vistaskiptin. Það er mjög mikilvægt fyrir safnið að fá slíkar gjafir og erum við í raun algjörlega háð velvilja sjómanna hvað varðar lifandi hluta safnsins. Þeir á Drangavíkinni hafa verið mjög duglegir að koma með lifandi fiska og aðrar sjáfarlífverur til okkar og fá þeir bestu þakkir fyrir. 


Back