News

08.01.2016

516

Frítt inn á Þrettándahátíð

Núna um helgina verður þrettándahátíð haldin í Vestmannaeyjum. Hápunktur hennar er þegar jólasveinar, tröll, álfar og fleiri kynjaverur dansa í kring um bálköst áður en þau halda til síns heima. Fleira skemmtilegt verður í boði og m.a. verður opið á söfnum bæjarins. Sæheimar verða opnir kl. 13-16 á laugardeginum 9. janúar og verður frítt inn.

Jólarjúpurnar á safninu eru spenntar að hitta sem flesta krakka á laugardaginn. 


Back