News

21.10.2015

502

Lengi er von á einni

Í gær gerðum við því skóna að líklega væri síðasta pysja haustsins fundin og komin á haf út. En lengi er von á einni og í dag kom hún Rakel með pysju sem hún fann inni í Herjófsal í gærkvöldi. Eins og vel flestar pysjurnar sem komið hefur verið með síðustu daga var pysjan frekar létt. Heildarfjöldinn er nú kominn upp í 3827 pysjur.


Back